Farþegar biðu um borð í 13 vélum

Farþegum hleypt frá borði úr vél WOW air á Keflavíkurflugvelli. …
Farþegum hleypt frá borði úr vél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli eru nú komnir í notkun. Þetta segir Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, í samtali við mbl.is. Farþegar biðu í 13 flugvélum á Keflavíkurflugvelli þegar mest var í morgun og höfðu þá átta vélar komið inn til lendingar, auk fimm flugvéla frá Icelandair og WOW air sem hluti farþega var kominn um borð í áður en veður versnaði.

„Nú eru landgangarnir komnir í notkun og það er unnið að því að koma farþegum frá borði,“ segir Guðjón. „Nú er bara unnið hart að því að koma öllu í lag.“

Töluverðar tafir hafa orðið á millilandaflugi í morgun vegna veðurs og inn­an­lands­flug hef­ur legið niðri. Búið er að af­lýsa öllu flugi til Ísa­fjarðar og Vest­manna­eyja í dag og at­huga á með flug til Eg­ilsstaða og Ak­ur­eyr­ar klukk­an 12.30.

Einu flugi var af­lýst frá Kefla­vík­ur­flug­velli en tölu­vert er um taf­ir og aðeins ein flug­vél náði að kom­ast í loftið áður en veður versnaði og var það vél Icelanda­ir á leið til München.

Gul viðvör­un er í gildi fyr­ir Faxa­flóa, Suður­land, Breiðafjörð og Norður­land eystra og seg­ir veður­fræðing­ur Vega­gerðar­inn­ar að bú­ast megi við hviðum allt að 45 m/​​s und­ir Hafn­ar­fjalli fram yfir há­degi, en 35 m/​​s eft­ir það. Fram und­ir há­degi verði einnig vara­samt á Reykja­nes­braut­inni með stormi á hlið og hviðum 35 m/​​s. Á norðan­verðu Snæ­fellsnesi nær vind­ur í há­marki um há­degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka