Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason standa á bak við beiðnina.

Hljóðupptakan sem var gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. 

Frá þessu er greint á vef Rúv. 

Þar segir að þingmennirnir, þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, geti því meðal annars krafist miskabóta af þeim sem beri ábyrgð á hljóðupptökunni. 

Tekið er fram að beiðni Reimars, sem barst til dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sé frá 6. desember, eða degi áður en Bára Halldórsdóttir steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtöl þingmannanna og komið upptökunni síðan í hendur fjölmiðla.

Í beiðninni segir enn fremur, að þingmennirnir hafi treyst því að þau hefðu getað átt réttmætar væntingar til þess að samræður þeirra „sættu ekki njósnum, upptöku né annarri vinnslu óviðkomandi aðila“, að því er segir á vef Rúv. 

Fyrr í dag var greint frá því að Bára hefði verið boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna beiðni frá Reimari um vitna­leiðslur og öfl­un sýni­legra sönn­un­ar­gagna, sem fyrr segir. Bára staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka