Vegagerðin kýs leið Þ-H

Teigsskógur í Reykhólasveit.
Teigsskógur í Reykhólasveit. mbl.is/Sigurður Bogi

Leið Þ-H á Vest­fjarðaleið er sá kost­ur sem helst kem­ur til greina við upp­bygg­ingu stofn­vega­kerf­is um sunn­an­verða Vest­f­irði, að mati Vega­gerðar­inn­ar. Leiðin kem­ur best út við sam­an­b­urð á ör­yggi, greiðfærni og stytt­ingu leiða og er hag­kvæm­ari. Val­kosta­grein­ing Viaplans frá 12. des­em­ber breyt­ir ekki þeirri niður­stöðu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Fram kem­ur að und­ir­bún­ing­ur að fram­kvæmd­um við vega­gerð á Vest­fjarðavegi milli Bjarka­lund­ar og Skála­ness hafi staðið lengi eða allt frá ár­inu 2004 þegar fyrsta til­laga að matsáætl­un var lögð fram. Matsáætl­un við end­ur­tekið mat á um­hverf­isáhrif­um var lögð fram í sept­em­ber 2015 og að loknu ít­ar­legu sam­ráðsferli og rann­sókn­um var end­an­leg mats­skýrsla lögð fram í fe­brú­ar 2017 og gaf Skipu­lags­stofn­un út álit sitt í mars 2017. Þar var lagt mat á 5 val­kosti. Frá þeim tíma hef­ur Vega­gerðin unnið í sam­starfi við Reyk­hóla­hrepp að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Reyk­hóla­hrepps.

Sveit­ar­stjórn Reyk­hóla­hrepps fór þess á leit við Vega­gerðina að taka nýj­an val­kost (leið R) til skoðunar með bréfi dag­settu 17. júlí 2018. Vega­gerðin gerði grein fyr­ir þeim val­kosti í grein­ar­gerð til Reyk­hóla­hrepps í októ­ber 2018 þar sem fjallað er um frum­at­hug­un á þeim val­kosti (leið A3) ásamt sam­an­b­urði við leiðir Þ-H og D2 og hvernig vikið var frá leið R, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Meg­in­mark­mið fram­kvæmd­anna hef­ur verið að tengja sunn­an­verða Vest­f­irði með góðum sam­göng­um, stytt­ingu vega­lengda og upp­bygg­ing heils­ár­s­veg­ar með bundnu slit­lagi. Fyr­ir­sjá­an­legt er að um­ferð um Vest­fjarðaveg í Gufu­dals­sveit auk­ist um­tals­vert á næstu árum. Dýra­fjarðargöng verða opnuð 2020 og und­ir­bún­ing­ur er haf­inn að nýj­um heils­ár­s­vegi um Dynj­and­is­heiði. Ásamt vega­bót­um í Gufu­dals­sveit mun því vega­lengd milli Reykja­vík­ur og Ísa­fjarðar stytt­ast um 50 km.

„Vega­gerðin hef­ur lagt til við Reyk­hóla­hrepp að nýr Vest­fjarðaveg­ur verði lagður sam­kvæmt leið Þ-H og er það gert að vel at­huguðu máli. Sú fram­kvæmd er full­fjár­mögnuð í þeirri til­lögu að sam­göngu­áætlun sem er til um­fjöll­un­ar á Alþingi. Velji sveit­ar­stjórn Reyk­hóla­hrepps að fara aðra leið sem Vega­gerðin tel­ur dýr­ari er ljóst að sú leið er ekki fjár­mögnuð að fullu og óvíst hvenær fram­kvæmd­ir geti haf­ist. Aft­ur á móti legg­ur Vega­gerðin áherslu á að sama hvaða ákvörðun sveit­ar­stjórn Reyk­hóla­hrepps tek­ur að það mun ekki standa á Vega­gerðinni að vinna að vega­bót­um á Vest­fjarðavegi um Gufu­dals­sveit,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert