Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

Konur sitja ekki við sama borð og karlar þegar kemur …
Konur sitja ekki við sama borð og karlar þegar kemur að endurhæfingarmeðferðum hjá SÁÁ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi.

„Færri konur hafa komið til meðferðar og þær koma seinna en karlar. Einu úrræðin fyrir konur eftir meðferð er eftirmeðferð á Vík í fjórar vikur sem hægt er að lengja í 8 til 12 vikur í sérstökum tilvikum. Áfangaheimilið Dyngjan tekur við fimm konum en þar líkt og á Vík geta konur ekki fengið að hafa börnin sín hjá sér né hitta þau,“ segir Víðir í Morgunblaðinu í dag og bendir á að karlmenn hafi tök á endurhæfingu á áfangaheimilinu Vin í allt að tvö ár.

Karlmenn hafi líka kost á því að komast í víkingameðferð fyrir endurkomumenn og svo sé sérstakt úrræði fyrir eldri karlmenn. „Ég veit að það hefur verið ýtt á félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma með fjármagn til þess að koma á fót endurhæfingarúrræði fyrir konur. En þær koma oftar seinna í meðferð en karlar,“ segir Víðir sem telur að ein af ástæðunum sé að konur þori jafnvel ekki í meðferð af hræðslu við að missa umgengni við börn sín auk þess sem þær beri enn ábyrgð á börnunum þegar þær koma í meðferð en minna sé um það hjá körlum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert