Loðdýrabúum fækkar hratt

Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag.

Þar kemur fram að verð á minkaskinnum hafi verið lágt undanfarin þrjú ár en árið í ár var verst þar sem söluverðið náði ekki nema helmingi þess verðs sem kostar að framleiða hvert skinn. 

Talið er líklegt að fleiri verði að bregða búi á næstu vikum, samkvæmt frétt Bændablaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert