Samúðarkveðjur til íbúa Strassborgar

AFP

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í gær samúðarkveðju til borgarstjórans og íbúa í Strassborg.

„Fyrir hönd Reykvíkinga vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað í Strassborg í gærkvöldi.

Núna sem aldrei fyrr þurfum við að standa vörð um þau grunngildi sem samfélög okkar byggja á. Við látum hvergi bugast í baráttunni gegn ótta og hatri og upphefjum kærleika og umburðarlyndi.

Hjörtu okkar og hugsanir eru með fórnarlömbunum, íbúum Strassborgar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.“

Au maire de Strasbourg, M. Roland Ries,

Suite aux événements tragiques qui se sont déroulés à Strasbourg hier soir, je tiens à vous transmettre, de la part de tous les habitants de Reykjavík, nos condoléances les plus sincères.

Plus que jamais, nous devons défendre les valeurs essentielles sur lesquelles reposent nos sociétés. Nous ne cèderons pas à la peur et la haine, et nous cultiverons la charité et la tolérance.

Nos cœurs et nos pensées sont auprès des victimes, des habitants de Strasbourg et de tous ceux qui ont été touchés par ces actes de violence incompréhensibles. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert