16,8% fjölgun erlendra ríkisborgara

Frá 1. desember 2015 til 1. desember í ár hefur …
Frá 1. desember 2015 til 1. desember í ár hefur hlutfall erlendra ríkisborgara aukist úr 7,9% í 12,4%. Sverrir Vilhelmsson

Alls voru 44.156 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. desember síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 6.344 manns frá því á sama tíma í fyrra eða um 16,8%, að því er fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.

Alls fjölgaði íbúum landsins síðustu 12 mánuði um 8.454. Flestir erlendir ríkisborgarar eru frá Póllandi eða 19.190 og 4.094 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang. Hér var búsettur 1.851 Letti, 1.509 Rúmenar, 1.289 Þjóðverjar, 1.227 Portúgalar, 1.006 Bretar og 980 Danir.

Pólskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 2.180 á síðastliðnum tólf mánuðum eða um 12,8% og litháískum ríkisborgurum um 725 manns eða um 21,5%. Af þeim ríkjum sem eru með yfir 100 ríkisborgara búsetta hér á landi hefur Króötum fjölgað hlutfallslega mest síðustu tólf mánuði eða um 88%, úr 352 í 663 manns. Írökum fjölgaði úr 86 í 165 manns sem telst vera 92% fjölgun.

Frá 1. desember 2015 til 1. desember í ár hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað úr 26.387 í 44.156 manns. Þetta er fjölgun um 67,6% Á sama tímabili hefur hlutfall erlendra ríkisborgara aukist úr 7,9% í 12,4%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert