Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu sinnar, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og að hafa móðgað hana og smánað með því að hafa skrifað rætin ummæli um hana á Facebook og sett inn mynd af henni ásamt rætnum skilaboðum á þekktri hrelliklámsíðu. Ummælin setti maðurinn fram árið 2016.
Í heild er um þrjú atvik að ræða. Fyrst setti maðurinn inn ummæli um konuna undir mynd af henni í Facebook-hópi. „Hvað er þessi frammhjáhalds vændiskona að gera á fundi […]. Feminissti sem rukkar menn fyrir mjög lélegt kynlíf og kugar svo þessa menn.“
Þá setti hann inn andlitsmynd af konunni á hrelliklámsíðuna og skrifaði eftirfarandi texta: „[…]. Litil kinky og ráðvilt hóra. Eiga margir myndir? Fann sima með þessum myndum. Hun seldi sig fyrir 10þus.“ Síðan hefur verið til umfjöllunar hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem hrelliklám hefur ítrekað verið sett þar inn.
Maðurinn setti svo þrjár myndir inn af konunni sem hann hafði tekið af henni þegar þau voru í sambandi. Sýndu myndirnar konuna fáklædda. Skrifaði maðurinn í texta undir tvær myndanna: „Þessu er i MB. Hun selur sig þar“ og „Eg stal handa okkur myndum af þessari […] sem er í […] or som. Hun er vist svaka dráttur. Deepthrot og allur pakkin. Hard anal og allt. Rukkar yfir leit bara 20 fyrir allt.. hun var að með gaur sem eg þeki og seldi sig regluleva og sagði svo að srr hafi verið nauðgað.. bellað lið þarna handan gangana :D.“
Farið er fram á að manninum verði dæmd refsing og greiðsla alls sakarkostnaðar. Þá gerir konan kröfu um að maðurinn greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur vegna málsins auk skaðabóta. Tekið er fram að ítarleg kröfugerð vegna þessa verði lögð fram við rekstur málsins.