Ákært í færri málum en árið áður

Réttur er settur.
Réttur er settur. mbl.is/Árni Sæberg

Alls voru 6.265 brot afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári. Þar af var ákært í 4.959 málum, eða 79% brotanna.

Þetta er fækkun frá fyrra ári en árið 2016 voru alls 6.277 mál afgreidd af ákæruvaldinu. Það ár var ákært í fleiri málum, alls 5.620 málum eða 83%. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir árið 2017.

Brotum gegn valdstjórninni fjölgaði úr 63 árið 2016 í 120 á síðasta ári. Kynferðisbrot voru talsvert fleiri í fyrra en árið á undan, 216 samanborið við 192 árið 2016.

Fjögur brot í flokknum landráð voru til meðferðar hjá ákæruvaldinu árið 2017. Öll málin fjögur voru á endanum felld niður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert