Guðrún tjáir sig ekki

Guðrún Ögmundsdóttir.
Guðrún Ögmundsdóttir.

Guðrún Ögmundsdóttir, sem er formaður trúnaðarnefndar Samfylkingar, segist ekki vilja tjá sig um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, sem nú er farinn í tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingstörfum, né heldur hvort nefndinni hafi borist fleiri kvartanir vegna háttsemi annarra kjörinna fulltrúa Samfylkingar. „Nei, við tjáum okkur ekkert. En ef svo væri þá kemur það bara í ljós síðar,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið.

Ágúst Ólafur fór í leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar eftir að upp komst um óviðeigandi framkomu hans í garð konu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert