Mikil óvissa í ferðaþjónustu

Ferðamálastjóri segir óvíst að ferðamönnum fækki með niðurskurði WOW air
Ferðamálastjóri segir óvíst að ferðamönnum fækki með niðurskurði WOW air mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil óvissa er um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári. Greinendur hafa almennt spáð áframhaldandi fjölgun ferðamanna næstu ár. Hún verði þó hægari en síðustu ár. Útlit er fyrir rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í ár, eða rúmlega milljón fleiri en 2015.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa spáð 3-5% vexti í ferðaþjónustu á næsta ári. Ef vöxturinn verður rúmlega 5% næstu tvö ár mun erlendum ferðamönnum fjölga í um 2,6 milljónir árið 2020. Fækki þeim aftur á móti um sama hlutfall, eða meira, verður bilið milli áætlaðrar aukningar og raunfjölda mikið.

Fram kemur í samtali við Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í dag að farþegum félagsins muni fækka úr 3,5 milljónum í ár í 2,1 milljón á næsta ári, eða um 40%. Hann væntir þess að hlutfall tengifarþega – þeirra sem fara ekki út af Keflavíkurflugvelli á leið yfir hafið – verði áfram hátt.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir ekki sjálfgefið að erlendum ferðamönnum muni fækka með breyttri flugáætlun WOW air. Icelandair hyggist auka framboð á flugi verulega á næsta ári, ásamt því sem önnur flugfélög geti fyllt í skarðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert