„Pakkaflóð á Alþingi“

Drífa segir stjórnvöld gera lítið til að létta róðurinn í …
Drífa segir stjórnvöld gera lítið til að létta róðurinn í kjarasamningsviðræðum sem nú standi yfir. mbl.is/Árni Sæberg

„Á meðan þjóðin var upp­tek­in við að greina dóna­tal á bar fór pakka­flóðið á Alþingi Íslend­inga að mestu fyr­ir ofan garð og neðan en þar kenn­ir ým­issa grasa,“ skrif­ar Drífa Snæ­dal, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, í föstu­dagspistli sín­um.

„Stjórn­völd­um fannst nefni­lega mik­il­vægt að lækka veiðigjöld á út­gerðina en líka mjög mik­il­vægt að lög­festa síðasta dóm kjararáðs sem veitti kjörn­um full­trú­um ríf­leg­ar launa­hækk­an­ir,“ skrif­ar Drífa og bend­ir á að næsta launa­hækk­un þing­manna og helstu emb­ætt­is­manna komi til álita strax í júní á næsta ári.

Það séu því eng­in áform um að vinda ofan af risa­hækk­un­inni frá októ­ber 2016 eða frysta laun kjör­inna full­trúa til þriggja ára eins og ASÍ hafi lagt til.

„Þessu til viðbót­ar er verið að hækka fram­lög til stjórn­mála­flokka og styrkja störf þeirra með fjölg­un stöðugilda.“

Vilji til að byggja meira og hraðar en stjórn­völd geri kleift

Drífa seg­ir að nær hefði verið að veita auknu fé til bygg­inga hús­næðis fyr­ir tekju­lágt fólk, en stofnstyrk­ir sem ætlaðir séu til verk­efn­is­ins dugi ekki fyr­ir fjölda um­sókna. „Það er því vilji til að byggja meira og hraðar til að leysa úr hús­næðis­vand­an­um en stjórn­völd gera kleift.“

„Nú er beðið niður­stöðu tveggja hús­næðis­nefnda en við vit­um hvar skó[r]inn krepp­ir og stjórn­völd geta ekki fríað sig ábyrgð á neyðarástand­inu í hús­næðismál­um meðan beðið er niður­stöðu. Lág­mark er að mæta þörf­um og getu til að byggja hag­kvæmt á meðan unnið er að lang­tíma­lausn­um.“

Drífa seg­ir stjórn­völd gera lítið til að létta róður­inn í kjara­samn­ingsviðræðum sem nú standi yfir og að ljóst sé að auka þurfi þrýst­ing­inn veru­lega til hags­bóta fyr­ir vinn­andi fólk.

Þá seg­ist hún ekki geta látið líða hjá að minn­ast á upp­sagn­ir WOW í gær. Hún seg­ir ljóst að stétt­ar­fé­lög starfs­mann­anna standi þétt við bakið á sínu fólki og send­ir starfs­fólki stuðningskveðjur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert