Ræktun svonefnds lyfjahamps fær dræmar viðtökur

Þingmenn Pírata tala um lyfjahamp þegar jurtin er notuð til …
Þingmenn Pírata tala um lyfjahamp þegar jurtin er notuð til lækninga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra sem sent hafa Alþingi umsögn um hana.

Tillagan var áður borin fram á tveimur síðustu þingum en náði ekki fram að ganga. Hún hlaut einnig óblíðar viðtökur í heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Lyfjahampur er heiti sem þingmenn Pírata nota yfir kannabis eða hampjurt í læknisfræðilegum tilgangi. Í tillögu þeirra er heilbrigðisráðherra falið að semja lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps.

Í umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir t.d. að af texta tillögunnar og greinargerðarinnar megi ráða að verið sé að opna fyrir almenna notkun og ræktun kannabis hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert