Lyfjastofnun hefur lokið formlegri athugun á læknabekkjum Læknavaktarinnar í kjölfar slyss sem varð þar í haust þegar tveggja ára gömul stúlka klemmdist á milli rafknúinna arma á bekk.
Var stúlkan hætt komin en bjargaðist að lokum. Reyndist bekkurinn og annar búnaður í lagi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
„Stofnunin hefur einnig metið hvort aðrir rafknúnir skoðunarbekkir sem ekki hafa innbyggðan öryggisbúnað uppfylli núgildandi kröfur um öryggi lækningatækja, þar með talið að umbúnaður þeirra sé fullnægjandi svo öryggi notenda sé tryggt,“ segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu Lyfjastofnunar.