Líkaði við færslu Ágústs Ólafs með hvatvísu hjarta

Guðrún Ögmundsdóttir.
Guðrún Ögmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta.

Guðrún sagði í samtali að um ósjálfráð mannleg viðbrögð hefði verið að ræða. „Ætli ég hafi ekki bara brugðist við með mennskunni og viljað óska honum góðs gengis í sínu,“ sagði Guðrún.

Hún sagðist sjá það núna, að það hefði ekki verið viðeigandi fyrir hana, sem formann nefndarinnar, að sýna slík viðbrögð við færslunni. Þetta hefði verið gert í hvatvísi.

„Mér þykir vænt um Ágúst Ólaf,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvers vegna hann hefði einnig sett hjarta við færslu Ágústs Ólafs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert