Mynd af Árna amtmanni

Árni Thorsteinsson
Árni Thorsteinsson

Full­trú­ar Minja og sögu sem er vina­fé­lag Þjóðminja­safns Íslands munu í dag af­henda safn­inu að gjöf blý­ant­s­mynd af Árni Thor­steins­syni (1828-1907) land­fógeta.

Mynd­in sem er frá ár­inu 1858 er eft­ir Sig­urð Guðmunds­son (1833-1974) mál­ara, sem fyrst­ur manna á Íslandi sinnti skipu­lagðri söfn­un gam­alla muna. Það starf varð rót­in að Þjóðminja­safni Íslands. Mynd­in af fóget­an­um og þá einkum höf­und­ar­verkið hafa því sterka til­vís­un í sögu safns­ins.

Fé­lagið Minj­ar og saga var stofnað 1988 og á þeim tíma hef­ur það fært Þjóðminja­safn­inu ýms­ar gjaf­ir, en slíkt er eitt af meg­in­mark­miðum starf þess.. Mynd­in af Árna Thor­steins­syni nú er gef­in safn­inu í til­efni af 30 ára af­mæli fé­lags­ins og svo ald­araf­mæli full­veld­is­ins, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert