Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta.
Myndin sem er frá árinu 1858 er eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1974) málara, sem fyrstur manna á Íslandi sinnti skipulagðri söfnun gamalla muna. Það starf varð rótin að Þjóðminjasafni Íslands. Myndin af fógetanum og þá einkum höfundarverkið hafa því sterka tilvísun í sögu safnsins.
Félagið Minjar og saga var stofnað 1988 og á þeim tíma hefur það fært Þjóðminjasafninu ýmsar gjafir, en slíkt er eitt af meginmarkmiðum starf þess.. Myndin af Árna Thorsteinssyni nú er gefin safninu í tilefni af 30 ára afmæli félagsins og svo aldarafmæli fullveldisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.