SGS undirbýr aðgerðir

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Drífa Snædal formaður ASÍ.
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Drífa Snædal formaður ASÍ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kjara­mál­in voru helsta umræðuefni reglu­legs formanna­fund­ar Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæ­björns­son­ar, for­manns.

„Í þess­ari viku höf­um við verið að taka stöðuna um hvernig viðræður við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) hafa gengið. Það var fund­ur í samn­inga­nefnd­inni á þriðju­dag­inn var. Svo fóru menn heim í fé­lög­in og könnuðu hvernig fólk­inu lit­ist á stöðuna. Við höf­um verið að skoða vinnu­tíma­mál og eins hef­ur verið rætt um hvort vísa eigi viðræðunum til rík­is­sátta­semj­ara fyr­ir jól eða ekki,“ seg­ir Björn í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann sagði að fund­ur­inn í gær hefði samþykkt að vísa deil­unni ekki til sátta­semj­ara fyr­ir jól, sjö fé­lög vildu vísa en ell­efu fé­lög vildu það ekki. Björn sagði að staðan yrði skoðuð aft­ur strax eft­ir ára­mót­in.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert