SGS undirbýr aðgerðir

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Drífa Snædal formaður ASÍ.
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Drífa Snædal formaður ASÍ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns.

„Í þessari viku höfum við verið að taka stöðuna um hvernig viðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) hafa gengið. Það var fundur í samninganefndinni á þriðjudaginn var. Svo fóru menn heim í félögin og könnuðu hvernig fólkinu litist á stöðuna. Við höfum verið að skoða vinnutímamál og eins hefur verið rætt um hvort vísa eigi viðræðunum til ríkissáttasemjara fyrir jól eða ekki,“ segir Björn í Morgunblaðinu í dag.

Hann sagði að fundurinn í gær hefði samþykkt að vísa deilunni ekki til sáttasemjara fyrir jól, sjö félög vildu vísa en ellefu félög vildu það ekki. Björn sagði að staðan yrði skoðuð aftur strax eftir áramótin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert