Valt og endaði á vegriði

Flutningabíllinn endaði á hliðinni.
Flutningabíllinn endaði á hliðinni. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af.

Ívar Páll Bjartmarsson, slökkviliðsstjóri í Vík, er á staðnum og var að opna veginn aftur fyrir umferð nú rétt fyrir kl. 14. 

„Við erum að opna veginn núna í þessum töluðum orðum,“ segir hann. „Það urðu bara smá tafir rétt á meðan við settum hann á hjólin.“

Lögregla og slökkvilið fór á vettvang.
Lögregla og slökkvilið fór á vettvang. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Aðspurður segist Ívar ekki vita hvað gerðist. Aðstæður hafi verið góðar og veðrið prýðilegt.

„Hann var fulllestaður og lagðist hérna út í vegrið.“ Það hafi orðið til þess að bifreiðin fór ekki út af veginum. 

Ökumaðurinn var einn og ferð og hann var alveg ómeiddur að sögn Ívars. Hann var að aka austur til Víkur þegar bíllinn valt í neðstu beygjunni við Gatnabrún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka