Bára kemur í skýrslutöku fyrir héraðsdómi í dag

Bára Halldórsdóttir.
Bára Halldórsdóttir. Eggert Jóhannesson

Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem sagst hef­ur standa á bak við upp­töku af ósæmi­legu fram­ferði þing­manna á barn­um Klaustri, hef­ur verið boðuð til þing­halds í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag klukk­an kort­er yfir þrjú.

Sam­kvæmt bréfi héraðsdóms til Báru er ástæða boðsins að fjór­ir skjól­stæðing­ar Reimars Pét­urs­son­ar lög­manns hafa lagt fram beiðni um vitna­leiðslur og öfl­un sýni­legra sönn­un­ar­gagna vegna at­viks­ins sem átti sér stað þann 20. nóv­em­ber sl.

For­senda þeirr­ar beiðni sem fjór­menn­ing­arn­ir hafa lagt fram eru ákvæði í lög­um um meðferð einka­mála og seg­ir í um­ræddu bréfi að beiðnin verður ekki skil­in öðru­vísi en að dóms­mál kunni að verða höfðað gegn henni.

Efnt hef­ur verið til sam­stöðufund­ar, Báru til stuðnings, fyr­ir utan héraðsdóm á morg­un. „Þetta felst í að sýna henni stuðning og þetta er voðal­ega mik­il spurn­ing um að upp­ljóstr­ar hafi stuðning og vernd og það er það sem Bára er,“ seg­ir Rann­veig Ernu­dótt­ir sem skráð er skipu­leggj­andi fund­ar­ins á Face­book. Hún bæt­ir við að sér þyki það mik­il­vægt að sýna Báru að hún standi ekki ein og að hún eigi þakk­læti skilið.

Á síðu fund­ar­ins er fólk meðal ann­ars beðið um að geyma hvers kon­ar mót­mælaaðgerðir og að Bára hafi beðið um að fólk mæti ekki í gul­um vest­um. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert