Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um milljónir

Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri.
Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lögmaður Rositu YuF­an Zhang, eig­anda Sj­ang­hæ-veit­ingastaðanna, hef­ur sent Rík­is­út­varp­inu form­lega kröfu­gerð, þar sem farið er fram á form­lega af­sök­un­ar­beiðni og þrjár millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur vegna um­fjöll­un­ar frétta­stofu RÚV um veit­ingastaðinn Sj­ang­hæ á Ak­ur­eyri í fyrra.

Þetta staðfest­ir Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður Rositu í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir að Rosi­ta hafi ný­lega leitað til sín til þess að reka málið áfram. Hann seg­ir kröfu­gerðina eiga full­an rétt á sér og að RÚV hafi verið veitt­ur frest­ur til loka vik­unn­ar til þess að bregðast við.

„Þessu verður fylgt fast á eft­ir,“ seg­ir Sæv­ar Þór, en fyrr á þessu ári lýsti Jó­hann­es Már Sig­urðar­son lögmaður því yfir fyr­ir hönd Rositu að hún hygðist höfða mál á hend­ur Rík­is­út­varp­inu vegna frétta­flutn­ings af starfs­manna­mál­um á veit­ingastaðnum Sj­ang­hæ á Ak­ur­eyri í lok ág­úst í fyrra. Það fór hins veg­ar ekki lengra og nú er Rosi­ta kom­in með ann­an lög­mann, sem hef­ur sem áður seg­ir sent form­lega kröfu­gerð á RÚV.

Sj­ang­hæ-málið vakti mikla at­hygli og var fyr­ir­ferðar­mikið í fjöl­miðlum lands­ins fyrstu dag­ana í sept­em­ber fyr­ir rösku ári.

Í fyrstu frétt RÚV af mál­inu 30. ág­úst í fyrra sagði meðal ann­ars að grun­ur léki á að starfs­fólk veit­ingastaðar­ins fengi greidd­ar þrjá­tíu þúsund krón­ur á mánuði í laun og borðaði mat­araf­ganga á staðnum.

Ábend­ing­ar um starfsaðstæður starfs­manna á veit­inga­hús­inu höfðu borist til stétt­ar­fé­lags­ins Ein­ing­ar-Iðju á Ak­ur­eyri, sem fór í eft­ir­lits­ferð á veit­inga­húsið þann sama dag. Full­trúi stétt­ar­fé­lags­ins ræddi svo við frétta­mann RÚV í beinni út­send­ingu af vett­vangi í kvöld­frétt­um.

Rosita YuFan Zhang krefur RÚV um formlega afsökunarbeiðni og þrjár …
Rosi­ta YuF­an Zhang kref­ur RÚV um form­lega af­sök­un­ar­beiðni og þrjár millj­ón­ir króna vegna um­fjöll­un­ar um veit­ingastaðinn Sj­ang­hæ á Ak­ur­eyri. mbl.is/​RAX

Stétt­ar­fé­lagið komst svo að þeirri niður­stöðu að þær upp­lýs­ing­ar um kjör starfs­manna sem fram kæmu í gögn­um sem aflað var við vinnustaðaeft­ir­litið stæðust al­menna kjara­samn­inga og launataxta sem giltu á veit­inga­hús­um. Grun­ur um man­sal reynd­ist því ekki á rök­um reist­um, sam­kvæmt at­hug­un stétt­ar­fé­lags­ins.

Ein­ing-Iðja sendi svo frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um málið, þar sem fram kom að frétta­stofa RÚV þyrfti ein að axla ábyrgð á því að hafa birt mynd af veit­ingastaðnum áður en sannað hefði verið að brot hefðu átt sér stað.

„Það að fréttamaður Rík­is­út­varps­ins kaus að flytja frétt af meintu man­sali með því að birta mynd af veit­ingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yf­ir­manna hans og stofn­un­ar­inn­ar í heild sinni,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu stétt­ar­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert