Styðja við fjölmiðla

Endurgreiðslu á ritstjórnarkostnaði er forgangsmál að sögn ráðherra.
Endurgreiðslu á ritstjórnarkostnaði er forgangsmál að sögn ráðherra.

Samn­ing frum­varps um rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla er langt kom­in og er stefnt að því að kynna frum­varps­drög­in í Sam­ráðsgátt­inni í janú­ar, að sögn Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Hún stefn­ir að því að leggja frum­varpið fram á Alþingi í vet­ur og að end­ur­greiðslur á hluta kostnaðar vegna fram­leiðslu á frétt­um og frétta­tengdu efni komi til fram­kvæmda á næsta ári.

„Það er mjög góður gang­ur í þessu hjá okk­ur,“ seg­ir Lilja í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. Hún sagði að stuðning­ur stjórn­valda á Norður­lönd­um við fjöl­miðla væri hafður til hliðsjón­ar við samn­ingu frum­varps­ins. Einnig hvaða skil­yrði væru sett þar og hvernig þau ættu við ís­lensk­ar aðstæður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert