Andlát: Eyþór Þorláksson

Eyþór Þorláksson
Eyþór Þorláksson

Eyþór Þor­láks­son, gít­ar­leik­ari, lést 14. des­em­ber sl. á öldrun­ar­lækn­inga­deild K-1 á Landa­kots­spít­ala, 88 ára að aldri.

Eyþór fædd­ist í Hafnar­f­irði 22. mars 1930, son­ur hjón­anna Maríu Jak­obs­dótt­ur og Þor­láks Guðlaugs­son­ar. Eyþór starfaði við tónlist alla starfsæv­ina sem gít­ar­leik­ari, út­setj­ari og kenn­ari.

Fyrstu starfs­ár­in lék hann í dans­hljóm­sveit­um og var brautryðjandi í leik á raf­magns­gít­ar. 1953 og aft­ur 1958 fór hann til Spán­ar til náms í klass­ísk­um gít­ar­leik, fyrst­ur Íslend­inga og nam hjá þekkt­um kenn­ara, Graciano Tarragó. Heim­kom­inn árið 1961 hóf hann að kenna klass­ísk­an gít­ar­leik og kenndi í ára­tugi fjölda nem­enda. Hann dvaldi lang­dvöl­um á Spáni af og til alla ævi.

Eyþór út­setti mikið fyr­ir gít­ar og var frum­kvöðull í nótna­setn­ingu með tölvu­tækni. Eft­ir hann ligg­ur á net­inu fjöldi gít­ar-út­setn­inga öll­um heim­in­um til af­nota.

Eyþór læt­ur eft­ir sig tvo syni, Atla og Svein, og sam­býl­is­konu til ára­tuga, Maríu Teresu Bell­es. Eyþór var tví­kvænt­ur. Fyrri kona hans var Eld­ey (Ellý) Vil­hjálms­dótt­ir (1935–1995) en seinni kona hans var Sig­ur­björg Sveins­dótt­ir (1941–1978).

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert