„Fólk sem hatar rafmagn“

Stilla úr kvikmyndinni Kona fer í stríð.
Stilla úr kvikmyndinni Kona fer í stríð.

Orku­mála­stjóri seg­ir of­beldið í kvik­mynd­inni Kona fer í stríð jafn úr­elt og bogi og örv­ar sem stríðstól. Hann fjall­ar um mynd­ina í jóla­er­indi á vef stofn­unn­ar og seg­ir hana ein­faldað æv­in­týri en pist­ill­inn ber yf­ir­skrift­ina „Fólk sem hat­ar raf­magn“.

„Það er áleit­in spurn­ing hversu mikið vit er í því að leggja vinnu í vandaða um­fjöll­un og lýðræðis­lega af­greiðslu mik­il­vægra og erfiðra mála ef fram­haldið er síðan á valdi ein­stak­linga sem telja sig hafa svo góðan málstað að verja að þeir geti tekið sér vald til þess að ráðast með of­beldi gegn upp­bygg­ingu mann­virkja og at­vinnu­starf­semi sem bygg­ir á lýðræðis­legri og mál­efna­legri niður­stöðu bærra stofn­ana og yf­ir­valda og er til kom­in í sam­ræmi við gild­andi lög í land­inu,“ skrif­ar Guðni A. Jó­hann­es­son orku­mála­stjóri.

Guðni seg­ir að það sé auðvelt að hríf­ast með af stig­magn­andi söguþræði og ein­stæðri per­sónu­sköp­un Bene­dikts Erl­ings­son­ar og Hall­dóru Geir­h­arðsdótt­ur. 

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.
Guðni A. Jó­hann­es­son orku­mála­stjóri.

„Við sem höf­um á unga aldri drukkið í okk­ur frá­sagn­ir af Hróa Hetti og köpp­um hans för­um létt með að trúa því að bogi og örv­ar séu öfl­ugt vopn í bar­áttu gegn vond­um öfl­um og til þess að bjarga fögr­um kon­um úr klóm misynd­is­manna,“ skrif­ar Guðni.

Guðni skrif­ar að það efna­hags­lega tjón sem fram­kvæmdaaðili verði fyr­ir vegna skemmd­ar­verka á mann­virkj­um og búnaði séu hrein­ir smá­mun­ir miðað við það fjár­hags­lega tjón sem hægt er að valda með því að leggja fram til­efn­is­laus­ar kær­ur vegna verk­efna sem eru að nálg­ast fram­kvæmda­stig. Með því skap­ist taf­ir og óvissa um fram­haldið sem geti haft ófyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar, til að mynda fyr­ir fjár­mögn­un verk­efn­is.

Að mati Guðna voru rétt­ar­bæt­ur sem voru inn­leidd­ar til að veita al­menn­ingi aðkomu að ákvörðunum um fram­kvæmd­ir van­hugsaðar þannig að kæru­heim­ild­ir eru allt of aft­ar­lega í ferl­inu.

Það þýðir ann­ars veg­ar að sam­fé­lags­leg­ur kostnaður vegna þeirra tafa og breyt­inga sem kær­ur geta leitt til verður mjög hár, eins og ný­legt dæmi vegna lax­eld­is á Vest­fjörðum sýn­ir okk­ur, og hins veg­ar að góðar ábend­ing­ar koma í alltof mörg­um til­fell­um of seint fram til þess að geta haft áhrif á verkið nema til þess að tefja fram­kvæmd þess,“ skrif­ar Guðni.

Guðni seg­ir að Bene­dikt hafi eft­ir að mynd­in kom út lagt mikla áherslu á að halda mynd­inni fram sem inn­leggi í umræðu um lofts­lags­mál. „Þar er hann, eins og ungt ljóðskáld benti á í viðtalsþætti í rík­is­út­varp­inu, kom­inn í aug­ljósa mót­sögn við meg­in­stef mynd­ar­inn­ar sem er að berj­ast gegn fram­leiðslu vist­vænn­ar orku og nýt­ingu henn­ar fyr­ir þau fram­leiðslu­ferli sem mann­kynið tel­ur sér nauðsyn­leg og fá nú ork­una frá brennslu kola og ann­ars jarðefna­eldsneyt­is.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert