Fordæmir ummæli fjármálaráðherra

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Valli

Miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem for­dæmt er að Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra velji „að beita hót­un­um í stað lausna“ verði samið um kjara­bæt­ur fyr­ir verka­fólks sem verði hon­um ekki að skapi. Er þar vísað í þau um­mæli Bjarna í Morg­un­blaðinu í dag að áform um lækk­un tekju­skatts verði end­ur­skoðuð verði samið um óá­byrg­ar launa­hækk­an­ir í kom­andi kjara­samn­ing­um.

„Miðstjórn ASÍ bend­ir á að stjórn­völd séu því miður lítið að gera til að létta róður­inn í kjara­samn­ingaviðræðunum sem nú standa yfir. Til­lög­ur í skatta- og hús­næðismál­um hafa enn ekki komið fram, en brýn þörf er á rót­tæk­um til­lög­um sem raun­veru­lega skipta sköp­um fyr­ir al­menn­ing. Því miður er það svo að for­gangs­röðun stjórn­valda felst í lækk­un veiðigjalda á út­gerðina, lög­fest­ingu síðasta dóm kjararáðs sem veitti kjörn­um full­trú­um ríf­leg­ar launa­hækk­an­ir ásamt því að veita fjár­mála­fyr­ir­tækj­um ríf­leg­ar skatta­lækk­an­ir.“

Jóla­kveðjur rík­is­stjórn­ar­inn­ar til vinn­andi fólks væru þannig nöt­ur­leg­ar og ekki til þess falln­ar að skapa sátt á vinnu­markaði eða auðvelda gerð nýrra kjara­samn­inga. „Miðstjórn ASÍ skor­ar á fjár­mál­ráðherra og rík­is­stjórn að hraða allri vinnu er lýt­ur að kröf­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar í kom­andi kjaraviðræðum og hvet­ur Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra til að vinna að lausn­um og sátt í skatta­mál­um frek­ar en beita vinn­andi fólk hót­un­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert