Kynjabilið minnst hér á landi

Jemen, Pakistan, Írak og Sýrland reka lestina, en í Jemen …
Jemen, Pakistan, Írak og Sýrland reka lestina, en í Jemen er launamunurinn enn tæp 50%. Ljósmynd/Evrópuvaktin

Hundrað og átta ár eru þar til kynja­jafn­rétti verður náð í heim­in­um, en Ísland trón­ir á toppi lista Alþjóðaefna­hags­ráðsins yfir lönd í heim­in­um þar sem kynja­jafn­rétti er mest.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaefna­hags­ráðsins um jafn­rétti kynj­anna árið 2018, en 149 lönd voru skoðuð að þessu sinni. 106 þeirra hafa verið með frá 2006, en við gerð skýrsl­unn­ar er meðal ann­ars tekið mið af mennta­mál­um, heil­brigðismál­um, stjórn­málaþátt­töku og efna­hags­lífi.

Norður­lönd­in sitja í efstu fjór­um sæt­un­um, en á eft­ir Íslandi koma Nor­eg­ur, Svíþjóð og Finn­land. Þar á eft­ir, í 5. sæti, er Ník­aragva, Rú­anda sit­ur í 6. sæti, Nýja-Sjá­land í því sjö­unda, Fil­ipps­eyj­ar í átt­unda sæti, Írland í því ní­unda og að lok­um er Namibía í 10. sæti.

Jemen, Pak­ist­an, Írak og Sýr­land reka kynja­jafn­rétt­is­lest­ina.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert