Kynjabilið minnst hér á landi

Jemen, Pakistan, Írak og Sýrland reka lestina, en í Jemen …
Jemen, Pakistan, Írak og Sýrland reka lestina, en í Jemen er launamunurinn enn tæp 50%. Ljósmynd/Evrópuvaktin

Hundrað og átta ár eru þar til kynjajafnrétti verður náð í heiminum, en Ísland trónir á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir lönd í heiminum þar sem kynjajafnrétti er mest.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um jafnrétti kynjanna árið 2018, en 149 lönd voru skoðuð að þessu sinni. 106 þeirra hafa verið með frá 2006, en við gerð skýrslunnar er meðal annars tekið mið af menntamálum, heilbrigðismálum, stjórnmálaþátttöku og efnahagslífi.

Norðurlöndin sitja í efstu fjórum sætunum, en á eftir Íslandi koma Noregur, Svíþjóð og Finnland. Þar á eftir, í 5. sæti, er Níkaragva, Rúanda situr í 6. sæti, Nýja-Sjáland í því sjöunda, Filippseyjar í áttunda sæti, Írland í því níunda og að lokum er Namibía í 10. sæti.

Jemen, Pakistan, Írak og Sýrland reka kynjajafnréttislestina.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert