Nýtt meðferðarheimili verði á Vífilsstaðahálsi

Um er að ræða tíu þúsund fermetra lóð á Vífilsstaðahálsi, …
Um er að ræða tíu þúsund fermetra lóð á Vífilsstaðahálsi, gegnt Kjóavöllum, þar sem reisa á þúsund fermetra húsnæði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ. Viljayfirlýsing velferðarráðuneytis, Barnaverndarstofu og Garðabæjar um lóð fyrir heimilið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær og var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viljayfirlýsinguna. Um er að ræða tíu þúsund fermetra lóð á Vífilsstaðahálsi, gegnt Kjóavöllum, þar sem reisa á þúsund fermetra húsnæði.

15-17 ára unglingar

Velferðarráðuneytið mun tryggja Barnaverndarstofu fjármagn til framkvæmda við byggingu meðferðarheimilis. Garðabær mun nú þegar hefja vinnu við skipulag svæðisins sem felst í að staðsetja lóðina nákvæmlega.

Í viljayfirlýsingu kemur fram að Barnaverndarstofa mun annast starfsemi og rekstur meðferðarheimilisins. Gert er ráð fyrir að þar muni verða vistaðir á vegum barnaverndarnefnda unglingar á aldrinum 15-17 ára sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda. Jafnframt er gert ráð fyrir vistun unglinga á meðferðarheimilinu sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert