Útsvar verður víða óbreytt á næsta ári

Í Fjarðabyggð. Horft yfir hafnarsvæðið á Eskifirði.
Í Fjarðabyggð. Horft yfir hafnarsvæðið á Eskifirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa.

Með því eykur borgin tekjur sínar um 270 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tólf fjölmennustu sveitarfélög landsins halda útsvari sínu óbreyttu á næsta ári, helmingur þeirra er með hámarksútsvar, 14,52%. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það sé alltaf ákvörðun hvers sveitarfélags hversu háir fasteignaskattar og útsvar eigi að vera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert