Veturinn ódýr það sem af er

Ekki hefur þurft að moka mikinn snjó þetta haustið.
Ekki hefur þurft að moka mikinn snjó þetta haustið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 100 millj­ón­ir hafa spar­ast í vetr­arþjón­ustu hjá Reykja­vík­ur­borg í haust sam­an­borið við haustið í fyrra. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá borg­inni var kostnaður við vetr­arþjón­ustu frá júlí til des­em­ber árið 2017 alls 245,6 millj­ón­ir.

Kostnaður fyr­ir sama tíma­bil árið 2018 er 140,3 millj­ón­ir króna. Hér þarf að hafa í huga að öll vinna fyr­ir des­em­ber­mánuð er ekki kom­in inn en des­em­ber- og nóv­em­ber­mánuður voru lang­dýr­ustu mánuðirn­ir árið 2017.

Kostnaður fyr­ir vetr­arþjón­ustu í nóv­em­ber í fyrra var 98,9 millj­ón­ir króna og 104,4 millj­ón­ir í des­em­ber. Kostnaður vetr­arþjón­ustu fyr­ir nóv­em­ber­mánuð í ár var ein­ung­is 68,2 millj­ón­ir og 7,7 millj­ón­ir það sem af er des­em­ber.

Reykja­vík stend­ur fyr­ir snjóvakt með skipu­lögðum bakvökt­um frá nóv­em­ber til loka mars og utan þess tíma eft­ir þörf­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert