„Ekki gott sjúklinganna vegna“

Læknar munu hafa opið og sinna öllum sjúklingum áfram óbreytt, …
Læknar munu hafa opið og sinna öllum sjúklingum áfram óbreytt, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur.

Ekkert samkomulag hefur náðst á milli sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands en rammasamningur læknanna við SÍ rennur út um áramótin. Aðilar funduðu í fyrradag án árangurs.

„Það var engin niðurstaða, þetta var langur fundur og farið vel yfir málin en það náðist ekki saman. Það ber of mikið á milli,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Þær tillögur sem liggja fyrir eru bara þess eðlis að við getum ekki rekið fyrirtækin okkar við þær aðstæður sem verið er að leggja til. Við vitum í rauninni ekkert meira.“

Í kjölfar fundarins funduðu félagar í Læknafélagi Reykjavíkur og segir Þórarinn óánægju ríkja meðal þeirra um að ekki skuli nást saman. „Menn eru bara leiðir yfir því að það skuli ekki nást saman og finnst það ekki gott sjúklingana vegna. Það eru nokkrir dagar eftir fram að áramótum en við fáum ekki frekari svör frá viðsemjendum okkar um hvað tekur við. Við vitum ekki hvort það verður endurgreiðslureglugerð eða ekki,“ segir Þórarinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert