„Ekki gott sjúklinganna vegna“

Læknar munu hafa opið og sinna öllum sjúklingum áfram óbreytt, …
Læknar munu hafa opið og sinna öllum sjúklingum áfram óbreytt, segir formaður Læknafélags Reykjavíkur.

Ekk­ert sam­komu­lag hef­ur náðst á milli sér­fræðilækna og Sjúkra­trygg­inga Íslands en ramma­samn­ing­ur lækn­anna við SÍ renn­ur út um ára­mót­in. Aðilar funduðu í fyrra­dag án ár­ang­urs.

„Það var eng­in niðurstaða, þetta var lang­ur fund­ur og farið vel yfir mál­in en það náðist ekki sam­an. Það ber of mikið á milli,“ seg­ir Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur. „Þær til­lög­ur sem liggja fyr­ir eru bara þess eðlis að við get­um ekki rekið fyr­ir­tæk­in okk­ar við þær aðstæður sem verið er að leggja til. Við vit­um í raun­inni ekk­ert meira.“

Í kjöl­far fund­ar­ins funduðu fé­lag­ar í Lækna­fé­lagi Reykja­vík­ur og seg­ir Þór­ar­inn óánægju ríkja meðal þeirra um að ekki skuli nást sam­an. „Menn eru bara leiðir yfir því að það skuli ekki nást sam­an og finnst það ekki gott sjúk­ling­ana vegna. Það eru nokkr­ir dag­ar eft­ir fram að ára­mót­um en við fáum ekki frek­ari svör frá viðsemj­end­um okk­ar um hvað tek­ur við. Við vit­um ekki hvort það verður end­ur­greiðslu­reglu­gerð eða ekki,“ seg­ir Þór­ar­inn í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert