Hótelið kemur með skipi frá Kína

Veitingarými og bar verða á hótelinu.
Veitingarými og bar verða á hótelinu. Teikning/Arkís

Óvissan í íslenskri ferðaþjónustu hefur ekki breytt áformum Marriott-hótelkeðjunnar um uppbyggingu á Aðaltorgi við Keflavíkurflugvöll.

Þetta segir Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-keðjunnar, en hann er sérleyfishafi fyrirhugaðs Marriott-hótels. Það verður hluti af Courtyard-keðju Marriott.

Fyrirtækið Aðaltorg ehf. byggir hótelið en það á byggingarrétt upp á tæpa 25 þúsund fermetra á lóðinni, sem er í tveggja mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.

Búið er að steypa gólfplötu og er áformað að opna hótelið fyrir lok árs 2019. Þar verða 150 herbergi, veitingastaður, fundarsalir og önnur þjónusta. Tölvumyndir af innanrýmum á hótelinu birtast hér í fyrsta sinn en ViðskiptaMogginn greindi frá verkefninu sl. sumar. Árni Valur segir hótelið verða meðal þeirra glæsilegustu sem byggð hafa verið í Courtyard-keðjunni.

Hótelið verður sett saman úr fullinnréttuðum stáleiningum frá Kína.

Hótelherbergin koma tvö tilbúin í einni einingu saman.
Hótelherbergin koma tvö tilbúin í einni einingu saman. Teikning/Arkís

Stáleiningum raðað saman

„Þetta eru stáleiningar sem kínverska risafyrirtækið CIMC framleiðir. Hótelherbergin koma tvö tilbúin í einni einingu saman. Það kemur sérstakt skip með þessar einingar og landar farminum í Helguvík. Svo mun taka 10-14 daga, eftir veðri, að hífa upp einingarnar. Við stefnum á að setja upp þrjár hæðir og 150 herbergi á hálfum mánuði,“ segir Árni Valur. 

Greininn í heild birtist í Morgunblaðinu.

Hér má sjá drög að hluta jarðhæðar hótelsins.
Hér má sjá drög að hluta jarðhæðar hótelsins. Teikning/Arkís
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert