Húsnæðisáætlunin í gang í vor

Katrín stýrði fundi með fulltrúum launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda. M.a. …
Katrín stýrði fundi með fulltrúum launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda. M.a. sátu formenn ASÍ, BSRB, VR og BHM fundinn. Þar voru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst fylgjandi því að hefja með vorinu uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulága einstaklinga. Þörfin fyrir slíkt húsnæði sé mikil.

Rætt er um þúsundir íbúða í þessu efni. Slíkur fjöldi gæti haft veruleg áhrif á húsnæðis-, byggingar- og vinnumarkaði á næstu árum.

Katrín stýrði samráðsfundi fulltrúa launþega, atvinnurekenda og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í gær. „Við vorum með þrjú mál á dagskrá. Við vorum með mál sem við erum að ljúka, sem við settum af stað í janúar, um launatölfræði. Niðurstaða þess hóps er að það verði sett á laggirnar föst launatölfræðinefnd með fulltrúum allra aðila sem skili árlegri skýrslu um launaþróun. Það er gríðarlega mikið ánægju- og framfaramál myndi ég segja,“ segir Katrín meðal annars í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert