Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í gærmorgun að jarðskjálftahrinan við Herðubreið virtist vera í rénun.
Þá höfðu orðið 170-180 jarðskjálftar, flestir á bilinu 0,5-1,8 stig, á rúmum sólarhring, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Einn skjálftinn skar sig úr og var 2,7 stig. Búið var að fara yfir meira en 150 jarðskjálfta þegar rætt var við Bryndísi.