Mögulega fleiri vélar 2019

Á næsta ári mun Icelandair taka við 6 nýjum Boeing …
Á næsta ári mun Icelandair taka við 6 nýjum Boeing 737 MAX-vélum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til greina kemur að Icelandair Group fresti því að selja þrjár Boeing 757-vélar úr flota sínum á næsta ári líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segir Bogi Nils Bogason, nýráðinn forstjóri félagsins, í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Segir hann að breyttar aðstæður á markaði kalli á endurskoðun flotamála félagsins en nýlega var tilkynnt að WOW air hygðist helminga flota sinn og draga mjög úr framboði á komandi mánuðum.

Á næsta ári mun Icelandair taka við 6 nýjum Boeing 737 MAX-vélum og áttu þær m.a. að leysa vélarnar þrjár af hólmi. Var stefnt að því að floti félagsins myndi telja 36 vélar næsta sumar. Í viðtalinu ræðir Bogi Nils m.a. um krefjandi aðstæður á flugmarkaði hér heima og erlendis og hvernig hann sér komandi rekstrarár fyrir sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert