Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) mælist hár við mælingastöð Umhverfisstofnunar við Grensásveg í dag. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og hitastigi við frostmark í dag og næstu daga og því líklegt að styrkur efnanna haldist hár að minnsta kosti þegar umferð er þung. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.
Klukkan 13 var styrkur svifryks 236 míkrógrömm á rúmmetra og styrkur köfnunarefnisdíoxíðs 108 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og fyrir svifryk 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Köfnunarefnisdíoxíðs mengun er beintengd umferðinni í stilltu veðri eins og er í dag í nágrenni stórra umferðagatna. Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna.
Þá hvetur Reykjavíkurborg fólk sem eiga þess kost að hvíla bílinn á morgun
Hægt er að fylgjast með styrk mengandi efna á loftgæði.is.