„Það fokkar enginn í Dísu og Baktusi“

Kötturinn Baktus er týndur og líklegt þykir að honum hafi …
Kötturinn Baktus er týndur og líklegt þykir að honum hafi verið rænt. Skjáskot/Facebook

Kötturinn Baktus, sem séð hefur um næturvörslu í Gyllta kettinum í um sex ár, er týndur. Grunur leikur á að honum hafi verið rænt í gærkvöldi. Á Instagram-síðu Baktusar segir að síðast hafi sést til Baktusar á Klapparstíg og að hann hafi ekki skilað sér á sinn stað í verslun Gyllta kattarins í Austurstræti í morgun.

„Þegar Baktus týnist eru allar klær settar út,“ segir Haf­dís Þor­leifs­dótt­ir eig­andi Gyllta katt­ar­ins og Baktus­ar, í samtali við mbl.is. Hún hefur heimildir fyrir því að maður hafi tekið Baktus upp í bíl við Klapparstíg og ekið upp í Breiðholt þaðan sem Baktus slapp úr bílnum, í grennd við Fífusel.

„Það fokkar enginn í Dísu og Baktusi,“ segir Hafdís og lofar hún veglegum fundarlaunum þeim sem geta komið Baktusi til síns heima.

View this post on Instagram

NEW INFORMATION; A man was seen picking him up at klapparstígur and taking him into a car, he drove him to fífusel in Breiðhollt where baktus escaped the car and ran off, please keep a lookout, a big reward will be given to anyone who finds him, he is easy to approach and hold 🙏 Attention everyone !!! Baktus is missing 😓 he was last seen on Klapparstígur last night, and has not returned to Austurstræti this morning like he has done every single day when he is not in gylltikötturinn overnight, Please keep a look out for him and send me a message or call 6930620 if you have any information 🙏❤️ #cats_of_instagram #cats_of_world #baktusthecat #catsofinstagram #catstagram #baktus #findbaktus #missing #missingcat #whereisbaktus

A post shared by Hr.Baktus (@baktusthecat) on Dec 20, 2018 at 7:06am PST

Baktus á fjölmarga aðdáendur, en honum fylgja um sjö þúsund manns á Instagram. Bakt­us vek­ur mikla at­hygli meðal viðskipta­vina Gyllta katt­ar­ins og annarra sem eru á ferð um bæ­inn. mbl.is fjallaði um Baktus fyrr í vetur og þá sagði Haf­dís að ferðamenn sem fylgjast með Bakt­usi á In­sta­gram gera sér sér­staka ferð í Gyllta kött­inn til að spyrja eft­ir honum. Eins geri börn sér ferð í búðina með mömmu og pabba í bæj­ar­ferð til að heim­sækja kisa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert