Aðsókn í sól um jólin

Það er býsna jólalegt um að litast í Santa Cruz, …
Það er býsna jólalegt um að litast í Santa Cruz, höfuðborg eyjarinnar Tenerife. Myndin var tekin í fyrradag. AFP

Veður­hremm­ing­ar sum­ars­ins virðast lifa góðu lífi í jóla­skipu­lagi land­ans en von er á met­fjölda til Teneri­fe þessi jól­in. Ferðaskipu­leggj­and­inn og Teneri­fe­bú­inn Sig­valdi Kaldalóns, Svali, seg­ir að eitt pró­sent Íslend­inga verði á eyj­unni yfir jól og ára­mót, eða 3.500 til 3.600 manns.

„Það eru níu eða tíu flug hingað fyr­ir jól­in, á einni viku,“ seg­ir Svali en von er á flest­um Íslend­ing­um til eyj­ar­inn­ar í dag og á morg­un. „Íslend­ing­ar eru eini þjóðflokk­ur­inn sem er í svona mik­illi fjölg­un, al­veg öf­ugt við Evr­ópu enda var skíta­veður hjá okk­ur en æðis­legt um norðan­verða Evr­ópu,“ seg­ir Svali.

Í um­fjöll­un um ásókn í sól­ar­landa­ferðir um hátíðarn­ar tel­ur Svali lík­legt að marg­ir Íslend­ing­ar ákveði einnig að halda jól­in í sól­ar­landi til þess að kom­ast aðeins úr stress­inu sem fylg­ir jól­un­um, og skipta pakka­flóðinu út fyr­ir Teneri­f­eferð.

Svali held­ur úti göngu- og hjóla­ferðum á Teneri­fe og er einnig í af­leys­ing­um hjá ferðaskrif­stof­unni VITA. „Ég er drekk­hlaðinn af verk­efn­um, göngu- og hjóla­ferðum. Fólk kem­ur til að skoða sund­laug­ar­bakk­ann, en líka fleiri staði á eyj­unni,“ seg­ir hann létt­ur í bragði en spáð er 24 til 27 stiga hita á eyj­unni fram til ára­móta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert