Aðsókn í sól um jólin

Það er býsna jólalegt um að litast í Santa Cruz, …
Það er býsna jólalegt um að litast í Santa Cruz, höfuðborg eyjarinnar Tenerife. Myndin var tekin í fyrradag. AFP

Veðurhremmingar sumarsins virðast lifa góðu lífi í jólaskipulagi landans en von er á metfjölda til Tenerife þessi jólin. Ferðaskipuleggjandinn og Tenerifebúinn Sigvaldi Kaldalóns, Svali, segir að eitt prósent Íslendinga verði á eyjunni yfir jól og áramót, eða 3.500 til 3.600 manns.

„Það eru níu eða tíu flug hingað fyrir jólin, á einni viku,“ segir Svali en von er á flestum Íslendingum til eyjarinnar í dag og á morgun. „Íslendingar eru eini þjóðflokkurinn sem er í svona mikilli fjölgun, alveg öfugt við Evrópu enda var skítaveður hjá okkur en æðislegt um norðanverða Evrópu,“ segir Svali.

Í umfjöllun um ásókn í sólarlandaferðir um hátíðarnar telur Svali líklegt að margir Íslendingar ákveði einnig að halda jólin í sólarlandi til þess að komast aðeins úr stressinu sem fylgir jólunum, og skipta pakkaflóðinu út fyrir Tenerifeferð.

Svali heldur úti göngu- og hjólaferðum á Tenerife og er einnig í afleysingum hjá ferðaskrifstofunni VITA. „Ég er drekkhlaðinn af verkefnum, göngu- og hjólaferðum. Fólk kemur til að skoða sundlaugarbakkann, en líka fleiri staði á eyjunni,“ segir hann léttur í bragði en spáð er 24 til 27 stiga hita á eyjunni fram til áramóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert