„Við erum alveg að verða geðbiluð hérna. Þetta er miklu verra en við gerðum ráð fyrir,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
Guðríður starfar í húsi Kennarasambands Íslands við Laufásveg. Framkvæmdir við nýjan Landspítala hafa ekki farið fram hjá starfsfólki í húsinu en sprengivinna hefur staðið yfir síðan um miðjan október. Leyfilegt er að sprengja þrisvar sinnum á dag; klukkan 11, klukkan 14.30 og klukkan 17.30.
„Það kemur píp á undan sprengingunum og maður er með skilyrtan kvíðahnút í maganum. Svo kemur sprengingin, þær eru stundum stórar og stundum litlar. Það hafa dottið myndir af veggjunum hérna og brotnað. Starfsskilyrðin hérna eru algerlega óbærileg því svo er verið að fleyga inni á milli,“ segir Guðríður.
Húsið var reist árið 1908 og er því friðað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag