Nýtt meðferðarheimili fyrir börn

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag.
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Sameiginleg viljayfirlýsing um uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir börn í Garðabæ var undirrituð í dag af Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóri Barnaverndarstofu, og Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra í Garðabæ.

„Vel­ferðarráðuneytið mun tryggja Barna­vernd­ar­stofu fjár­magn til fram­kvæmda við bygg­ingu meðferðar­heim­il­isins en Barna­vernd­ar­stofa mun ann­ast starf­semi og rekst­ur þess. Nýja meðferðarheimilið verður með 6-8 plássum í þremur aðskildum hlutum heimilisins og ætlað unglingum sem þurfa sérhæfða meðferð á meðferðarheimili vegna alvarlegs hegðunar- og/eða vímuefnavanda. Þar munu börn á aldrinum 15-17 ára einnig geta afplánað óskilorðsbundna fangelsisdóma á forsendum meðferðarþarfar í stað fangelsisvistar og eftir atvikum setið í gæsluvarðhaldi í lausagæslu,“ segir í fréttatilkynningu.

Lögð verði áhersla á meðferð áhættuþátta með þátttöku fjölskyldunnar, aðlögun að nærumhverfi, skóla eða vinnu og jákvæðum tómstundum. „Uppbygging meðferðarheimilisins er liður í því að tryggja börnum á Íslandi nauðsynleg meðferðarúrræði og auka vægi gagnreyndra aðferða í meðferð barna og stuðla þannig að framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.“

Þá segir að Garðabær muni í kjölfarið hefja vinnu við skipulag svæðisins og skipaður verði sameiginlegur samráðshópur til að vinna að frekari framgangi málsins. Stefnt sé að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert