Sveitarstjórnarlög brotin og eftirlit skorti

Lög voru brotin bæði varðandi ólöglegar greiðslur og sönnunargögnum eytt …
Lög voru brotin bæði varðandi ólöglegar greiðslur og sönnunargögnum eytt ólöglega. mbl.is/​Hari

Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurgerð bragga og samliggjandi húsa við Nauthólsveg sýnir fram á að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant og brjóti í bága við lög, innkaupareglur, starfslýsingar og verkferla. Ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg.

Skýrslan var kynnt í borgarráði í gær en í henni kemur einnig fram að farið hafi verið fram úr samþykktum fjárheimildum og þess hafi ekki verið gætt að sækja um viðbótarfjármagn áður en stofnað var til kostnaðar. Tekið er fram að „það er brot á sveitarstjórnarlögum og reglum borgarinnar“.

„Skýrslan er skýr og ábyrgð borgarstjóra er staðfest. Lög voru brotin bæði varðandi ólöglegar greiðslur og sönnunargögnum eytt ólöglega,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um skýrsluna. „Þetta er allavega áfellisdómur yfir utanumhaldi um þetta verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, spurður hvort skýrsla innri endurskoðunar sé á einhvern hátt áfellisdómur yfir störfum hans sem borgarstjóra.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir enn þörf á því að óháðir aðilar rannsaki málið auk þess að kalla eftir afsögn borgarstjóra í kjölfar skýrslunnar. „Pólitíska ábyrgðin er sú að hann á segja af sér eftir þessa skýrslu,“ segir Vigdís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert