Þriggja félaga bandalag stofnað

VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness fara fram saman í komandi …
VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness fara fram saman í komandi kjaraviðræðum. mbl.is/​Hari

Vr, Efling og Verkalýðsfélag Akraness, VLFA, munu fara fram saman í komandi kjaraviðræðum. Félögin þrjú ætla að vísa kjaradeilum sínum sameiginlega til ríkissáttasemjara í dag.Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að síðarnefndu félögin tvö ákváðu að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu, SGS.

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segist eiga von á því að fleiri félög innan SGS gangi inn í þetta samstarf en geti ekki gefið upp á þessum tímapunkti hvaða félög gæti verið um að ræða.

Hann segir kröfugerð félaganna sambærilega og að komið verði fram með nýjar áherslur í viðræðunum.

Í gær var rætt við formenn eða varaformenn allflestra félaga innan SGS og sögðu þeir flestir að samningsumboð þeirra stéttarfélaga yrði áfram hjá sambandinu. 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert