Verður ekki lengur við unað

Of mikið álag er á starfsfólki Landspítala að mati landlæknis.
Of mikið álag er á starfsfólki Landspítala að mati landlæknis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vandi Landspítalans vegna álags á bráðamóttöku er af þeirri stærðargráðu að ekki verður lengur við unað, segir í áliti Ölmu D. Möller landlæknis. Ástandið geti leitt til óvæntra atvika og hættu á frekara brottfalli starfsfólks.

Landlæknir hefur ekki lokið athugun sinni en í minnisblaði hvetur hún ráðherra til að grípa til úrræða til að leysa útskriftar- og mönnunarvanda Landspítalans. Alvarlegt ástand skapaðist á bráðamóttöku Landspítalans snemma í þessum mánuði og töldu stjórnendur spítalans sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga við þær aðstæður.

Sá tími sem sjúklingar þurfa að bíða á bráðamóttökunni eftir að leggjast inn á spítalann eykst stöðugt. Hann er nú 23,3 klukkustundir á móti 16,6 klukkustundum fyrir ári og dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að bíða innlagnar í 66 klst. Erlend viðmið gera ráð fyrir að sjúklingur dvelji ekki meira en sex stundir á bráðamóttöku.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemst landlæknir að þeirri niðurstöðu að álag á starfsfólk Landspítalans sé of mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert