Hundar dekraðir á hundahótelum um jólin

Á hundahótelinu Leirum
Á hundahótelinu Leirum mbl.is/RAX

Nær fullbókað er á hundahótelum landsins yfir jól og áramót. Ýmislegt er gert til þess að gera dvöl hundanna sem besta og tryggja að þeim líði vel á meðan eigendur þeirra eru í burtu.

Á þremur af fjórum hundahótelum sem Morgunblaðið hafið samband við var allt orðið löngu fullt fyrir jól og áramót. Alls eru 98 búr til umráða á þeim hundahótelunum, en í sumum tilvikum geta tveir hundar frá sama heimili gist í einu búri.

Hundarnir gista allt frá einum degi og upp í tvo mánuði. Ein til tvær vikur eru meðal gistitími hunda á hótelunum.

„Það er alltaf nóg að gera um jól og áramót og raunar allt árið. Það er margt sem spilar inn í og utanlandsferðir um jól og áramót hafa aukist mikið. Eigendur hundanna fara í jólaboð og ýmislegt annað sem kallar á gæslu fyrir hundana,“ segir Hreiðar Karlsson, hótelstjóri á hundahótelinu Leirum. Hann segir að hundarnir fái nógan mat og mikið sé kelað við þá um hátíðarnar.

Sjá umfjöllun um hundahótel um jól og áramót í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert