Undanfarna mánuði hefur verið grafinn lagnaskurður á Landspítalalóðinni, frá aðalanddyri Barnaspítalans í vesturátt.
Verkinu hafa fylgt miklar sprengingar sem valdið hafa ónæði, eins og starfsmenn Barnaspítalans og Kennarahússins lýstu í viðtölum hér í blaðinu í gær.
Í nýjustu Framkvæmdafréttum Nýs Landspítala kemur fram að þessari vinnu ljúki um miðjan janúar næstkomandi og verður þá fyllt aftur í skurðinn.Vegna vinnu við skurðinn var gatnamótum Laufásvegar og Gömlu Hringbrautar lokað tímabundið. Stefnt er að því að malbika og opna aftur upp Laufásveginn fyrir jólin, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum.