Búnir undir drónaflug

Til er viðbragðsáætlun gegn drónum á Keflavíkurflugvelli.
Til er viðbragðsáætlun gegn drónum á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Flug­um­ferðar­stjór­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli eru með viðbragðsáætl­un til staðar ef sést til dróna ná­lægt flug­vell­in­um eins og gerðist á Gatwick-flug­vell­in­um í London í vik­unni.

„Ef það verður vart við dróna á flugi ná­lægt flug­vell­in­um er byrjað á því að láta flug­stjóra um borð í þeim vél­um sem eru á leiðinni til Kefla­vík­ur vita um að það hafi sést til dróna í ná­lægð við flug­völl­inn. Síðan er haft sam­band við lög­reglu og það til­kynnt,“ seg­ir Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via í Morg­un­blaðinu í dag.

„Síðan er farið í mat hér inn­an­hús hjá okk­ur með yf­ir­mönn­um í flug­um­ferðastjórn­inni á þeim viðbrögðum sem þarf að grípa til út frá ör­ygg­is­sjón­ar­miðum. Hvort það þarf að beina flug­vél­um eitt­hvað annað eða mögu­lega að grípa til aðgerða eins og gert var í Gatwick, að loka braut­um. Það er bara metið út frá at­b­urðum og ör­ygg­is­sjón­ar­miðum,“ seg­ir Guðjón og bæt­ir við að Sam­göngu­stofa haldi utan um all­ar þær regl­ur sem snúa að drón­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert