Búnir undir drónaflug

Til er viðbragðsáætlun gegn drónum á Keflavíkurflugvelli.
Til er viðbragðsáætlun gegn drónum á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Flugumferðarstjórar á Keflavíkurflugvelli eru með viðbragðsáætlun til staðar ef sést til dróna nálægt flugvellinum eins og gerðist á Gatwick-flugvellinum í London í vikunni.

„Ef það verður vart við dróna á flugi nálægt flugvellinum er byrjað á því að láta flugstjóra um borð í þeim vélum sem eru á leiðinni til Keflavíkur vita um að það hafi sést til dróna í nálægð við flugvöllinn. Síðan er haft samband við lögreglu og það tilkynnt,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í Morgunblaðinu í dag.

„Síðan er farið í mat hér innanhús hjá okkur með yfirmönnum í flugumferðastjórninni á þeim viðbrögðum sem þarf að grípa til út frá öryggissjónarmiðum. Hvort það þarf að beina flugvélum eitthvað annað eða mögulega að grípa til aðgerða eins og gert var í Gatwick, að loka brautum. Það er bara metið út frá atburðum og öryggissjónarmiðum,“ segir Guðjón og bætir við að Samgöngustofa haldi utan um allar þær reglur sem snúa að drónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert