Erill í vínbúðum rétt fyrir jól

Mikið var um að vera í vínbúðum landsins í dag.
Mikið var um að vera í vínbúðum landsins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er yfirleitt mjög kósý hjá okkur á aðfangadag en fólk hefur verið með fullar hendur núna," segir Sunneva Ólafsdóttir, verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Skeifunni. Vínbúðirnar voru lokaðar á Þorláksmessu, þar sem Þorláksmessa var á sunnudegi og því mátti búast við auknum erli í vínbúðum landsins í dag. 

„Það er mjög fjörugt í dag, það er óhætt að segja það,“ segir Sunneva sem bætir því við að það hafi verið stöðug traffík hjá þeim í dag. „Þetta er alla vega hressara heldur en í fyrra.“

Til þess að koma til móts við viðskiptavini vínbúðanna var afgreiðslutíminn 22. desember lengdur og opið til tíu í mörgum búðanna. Sunneva segir að viðskiptavinir hafi áreiðanlega nýtt sér það. Hún hafi ekki heyrt af neinu ósætti vegna lokunar á Þorláksmessu en veltir því upp hvort landinn myndi ekki helst vilja að búðirnar væru opnar allan sólarhringinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert