Flugi aflýst vegna veðurs

Jólasveinunum tókst sem betur fer að fljúga til Ísafjarðar fyrir …
Jólasveinunum tókst sem betur fer að fljúga til Ísafjarðar fyrir helgi, en ljósmyndari mbl.is leit við á Reykjavíkurflugvelli á föstudag og náði þá í skottið á tveimur rauðklæddum bræðrðum með börnum sem voru komin í jólaskap. mbl.is/Árni Sæberg

Air Iceland Connect hefur aflýst flugi til Akureyrar og Ísafjarðar vegna veðurs. Sömu sögu er að segja um flug Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur.

Samkvæmt áætlun átti vél AIC að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar kl. 7:10 og til baka til borgarinnar kl. 9:10. Önnur vél átti að fara í loftið til höfuðstaðar Norðurlands kl. 11:30 en einnig er búið að aflýsa þeirri ferð. 

AIC átti að fljúga frá Reykjavík til Ísafjarðar kl. 10:15. Þeirri ferð hefur verið aflýst sem fyrr segir.

Flugfélagið Ernir átti að fljúga til Húsavíkur kl. 7:25, en ferðinni var aflýst. 

Aðrar ferðir flugfélaganna eru á áætlun. 

Upplýsingar um komur og brottfarir Air Iceland Connect.

Upplýsingar um komur og brottfarir Flugfélagsins Ernis.

Flugfélagið Ernir hefur aflýst flugi til Húsavíkur.
Flugfélagið Ernir hefur aflýst flugi til Húsavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert