Georgía snýr aftur

Forsetafrúin í bronsi og Ása Georgía Björnsson Þórðardóttir sem fór …
Forsetafrúin í bronsi og Ása Georgía Björnsson Þórðardóttir sem fór í fínu fötin fyrir heimsókn í Hnitbjörg. mbl.is/Árni Sæberg

Brjóst­mynd­in af Georgíu er safn­inu dýr­mæt, því bæði er hún góður vitn­is­b­urður um starf lista­manns­ins auk þess að halda á lofti nafni konu sem markaði spor í sög­unni,“ seg­ir Hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir safn­vörður hjá Lista­safni Ein­ars Jóns­son­ar sem er á Skóla­vörðuholt­inu í Reykja­vík.

Þangað barst á dög­un­um nýr safn­grip­ur sem ger­ist ekki oft, enda er safnið til­einkað verk­um lista­manns sem lést fyr­ir meira en 60 árum síðan. Úr þessu öllu spannst æv­in­týri þar sem per­són­ur og leik­end­ur tengj­ast á ýmsa lund. En hver er sag­an?

Þegar stjórn­end­ur líf­eyr­is­sjóðsins Birtu voru á dög­un­um að yf­ir­fara lista­verk sem eru í eigu sjóðsins vaknaði sú hug­mynd að færa lista­safn­inu eitt þeirra. Um ræðir brons­steypta brjóst­mynd eft­ir Ein­ar Jóns­son mynd­höggv­ara af Georgíu Björns­son sem var eig­in­kona Sveins Björns­son­ar, fyrsta for­seta ís­lenska lýðvelds­ins. Verkið ber ár­talið 1941, en árið áður fluttu þau Georgía og Sveinn, sem var lengi sendi­herra Íslands í Kaup­manna­höfn, heim frá her­num­inni Dan­mörku. Hann varð rík­is­stjóri Íslands og fór þá með skyld­ur Dana­kon­ungs á Íslandi. Sú tign­arstaða var einskon­ar upp­takt­ur að for­seta­embætt­inu, sem varð til með stofn­un lýðvelds­ins 17. júní 1944.

Brjóst­mynd­in góða var upp­runa­lega eign Sam­bands ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga. Það átti all­stórt safn lista­verka eft­ir gömlu ís­lensku meist­ar­ana. Við skulda­skil á rekstri SÍS árið 1992 komst lista­verka­safn þess í eigu Sam­vinnu­líf­eyr­is­sjóðsins, sem er einn fyr­ir­renn­ara Birtu. „Nei, eng­inn sem ég hef talað við veit hvernig stend­ur á því að stytt­an af Georgíu varð eign Sam­bands­ins, né hvenær það gerðist. En sann­ar­lega er brjóst­mynd­in merki­leg og okk­ur fannst mjög ánægju­legt gefa hana til safns­ins,“ seg­ir Ólaf­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Birtu.

Sjá viðtal við Ólaf í heild um Birtu í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert