Georgía snýr aftur

Forsetafrúin í bronsi og Ása Georgía Björnsson Þórðardóttir sem fór …
Forsetafrúin í bronsi og Ása Georgía Björnsson Þórðardóttir sem fór í fínu fötin fyrir heimsókn í Hnitbjörg. mbl.is/Árni Sæberg

Brjóstmyndin af Georgíu er safninu dýrmæt, því bæði er hún góður vitnisburður um starf listamannsins auk þess að halda á lofti nafni konu sem markaði spor í sögunni,“ segir Hildur Arna Gunnarsdóttir safnvörður hjá Listasafni Einars Jónssonar sem er á Skólavörðuholtinu í Reykjavík.

Þangað barst á dögunum nýr safngripur sem gerist ekki oft, enda er safnið tileinkað verkum listamanns sem lést fyrir meira en 60 árum síðan. Úr þessu öllu spannst ævintýri þar sem persónur og leikendur tengjast á ýmsa lund. En hver er sagan?

Þegar stjórnendur lífeyrissjóðsins Birtu voru á dögunum að yfirfara listaverk sem eru í eigu sjóðsins vaknaði sú hugmynd að færa listasafninu eitt þeirra. Um ræðir bronssteypta brjóstmynd eftir Einar Jónsson myndhöggvara af Georgíu Björnsson sem var eiginkona Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldsins. Verkið ber ártalið 1941, en árið áður fluttu þau Georgía og Sveinn, sem var lengi sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, heim frá hernuminni Danmörku. Hann varð ríkisstjóri Íslands og fór þá með skyldur Danakonungs á Íslandi. Sú tignarstaða var einskonar upptaktur að forsetaembættinu, sem varð til með stofnun lýðveldsins 17. júní 1944.

Brjóstmyndin góða var upprunalega eign Sambands íslenskra samvinnufélaga. Það átti allstórt safn listaverka eftir gömlu íslensku meistarana. Við skuldaskil á rekstri SÍS árið 1992 komst listaverkasafn þess í eigu Samvinnulífeyrissjóðsins, sem er einn fyrirrennara Birtu. „Nei, enginn sem ég hef talað við veit hvernig stendur á því að styttan af Georgíu varð eign Sambandsins, né hvenær það gerðist. En sannarlega er brjóstmyndin merkileg og okkur fannst mjög ánægjulegt gefa hana til safnsins,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu.

Sjá viðtal við Ólaf í heild um Birtu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert