Hvað á að gera við lélegar gjafir?

Ekki má gleyma því að það er hugurinn sem gildir.
Ekki má gleyma því að það er hugurinn sem gildir. Ljósmynd/ThinkstockPhotos

Hvað á að gera við mandarínukassa, gjafapappír eða lélagar jólagjafir? Svör við þessum spurningum er að finna á vef Sorpu sem veitir leiðbeiningar og ráð varðandi endurvinnslu á því sem til fellur í tengslum við jólahátíðina. 

Landsmenn verða sífellt duglegri við að flokka og endurvinna allt mögulegt og það er ekki síst þörf á því nú í tengslum við jólahátíðina. 

Sorpa bendir á að úr sér gengnar jólaseríur flokkist sem lítil raftæki þegar það kemur að endurvinnslu, jólagjafapappír megi fara í tunnur fyrir pappír og pappa, lélegar gjafir flokkast sem nytjahlutir og mandarínukassar fara í timburgáminn. Sjá meðfylgjandi mynd.

Mynd/Sorpa

Nánar á heimasíðu Sorpu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert