Skipta um þrjá spenna eftir eldsvoða

Spennarnir þrír sem skipt verður um í tengivirki Írafossvirkjunar.
Spennarnir þrír sem skipt verður um í tengivirki Írafossvirkjunar. Ljósmynd/Landsnet

Landsnet mun skipta út öll­um þrem­ur straum­spenn­um í tengi­virki Írafoss­virkj­un­ar en eld­ur kom upp í í tengi­virk­inu á jólanótt. Eld­ur­inn kom upp í mæla­spenni og varð spreng­ing í ein­um af þrem­ur straum­spenn­um tengi­virk­is­ins. Spenn­arn­ir eru frá ár­inu 1959 en virkj­un­in var gang­sett árið 1953.

Stein­unn Þor­steins­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Landsnets, seg­ir í sam­tali við mbl.is að um lán í óláni sé að ræða þar sem vara­hlut­ir í straum­spenna séu oft ekki til á lag­er. Ákveðið var að skipta öll­um þrem­ur út til að koma í veg fyr­ir elds­voða eins og á jólanótt.

Áætlað að viðgerðin klárist fyr­ir helgi og í kjöl­farið verður hægt að setja Ljósa­foss­línu 1 inn aft­ur. „Þetta er ekk­ert rosa­lega stórt verk þannig, við þurf­um bara gott veður,“ seg­ir Stein­unn. Ekki þarf að kalla út auka mann­skap vegna viðgerðar­inn­ar.

Hún seg­ir að það hafi verið tölu­vert áfall að fá fregn­ir af elds­voðanum. „En þetta hef­ur gengið mjög vel. Það kom í ljós á jólanótt að það eru all­ir mjög vel æfðir. Þegar við fór­um að skoða þetta bet­ur á jóla­dag voru skemmd­irn­ar ekki eins mikl­ar og þær litu út í fyrstu. En svo er sót á tengi­virk­inu sem við þurf­um að skoða með hvaða hætti við þríf­um.“ Þá seg­ir Stein­unn að það já­kvæða sem megi taka út úr þessu öllu sam­an er að eng­inn hafi þurft að vera án raf­magns á jóla­dag.   

Írafossstöð virkjar fall tveggja neðri fossanna í Soginu; Írafoss og …
Írafoss­stöð virkj­ar fall tveggja neðri foss­anna í Sog­inu; Írafoss og Kistu­foss. Ljós­mynd/​Landsnet
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert