Farþegaþota fauk á landgang

Farþegaþotan var ekki í notkun þegar atvikið átti sér stað …
Farþegaþotan var ekki í notkun þegar atvikið átti sér stað og var hún í kjölfarið færð inn í flugskýli. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegaþota á vegum Icelandair fauk á landgang á Flugstöð Leifs Eiríkssonar að kvöldi jóladags með þeim afleiðingum að nokkrar skemmdir urðu yst á öðrum væng hennar.

Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu var farþegaþotan ekki í notkun þegar hún fauk til og er fyrir vikið ekki búist við að atvikið hafi nein áhrif á flugáætlun félagsins.

Farþegaþotan var færð í flugskýli í kjölfarið og hefur verið unnið að því að leggja mat á tjónið. Reiknað er með að skemmdirnar verði lagfærðar á næstu dögum.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er unnið að því að leggja mat á þær skemmdir sem urðu á landganginum þegar þotan fauk og vængur hennar rakst í hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert